langa sumarbústaðarferðin mín

Jæja gott fólk það er eins gott að ég er búin að vera í jákvæðni átaki síðustu vikuna því ég er búin að eiga ótrúlega tilraun til að eiga góða helgi í bústaðnum Pinch

Gekk náttúrulega vel að pakka niður og versla á fimmtudaginn svo að ég þurfti bara að redda smá hlutum eftir vinnu á föstudag og fór svo og sótti Jónu vinkonu og æddum svo af stað með leiðarvísir að því hvernig ætti að finna bústaðinn.  

Ferðalagið gekk vel fyrir sig þrátt fyrir snjókomu á leiðinni og við vorum komnar upp að hverfinu bara rétt að verða 7 og fórum þá að leita aðeins betur að kofanum sem átti að vera svo vel merktur á ljósastaurum fyrir utan.
Merkingarnar höfðu svosem ekki mikið að segja þar sem flest útiljósin voru ekki í gangi sökum ónýtra pera, en þetta hafðist þó og við hentum öllu dótinu inn og ég fór út og þreif heita pottinn og lét svo renna í hann.

Við fengum okkur snæðing og byrjuðum svo að föndra en þegar líða fór á kvöldið var okkur farið að finnast frekar kalt í kofanum og tékkuðum á ofnunum. 
Viti menn, þeir voru ískaldir. 
Ég hringi alveg í panikki í þann sem hefur umsjón með bústaðnum og hann reynir að aðstoða mig eitthvað, en bendir mér svo á að hringja í annan vinnufélaga okkar þar sem sá væri búinn að vera svo mikið að vinna að bústaðnum.  
Sá lætur mig labba út í kofa og lýsa öllu sem fyrir mér var.  Jú það var kveikt á dælunni, jú jú bæði rauðu handföngin snéru rétt og jú jú það var þrýstingur og hvað allt þetta heitir svo hann bendir mér á að það lækki stundum í hitanum að hafa pottinn á fullu rennsli svo ég slekk á pottinum enda var hann orðinn vel heitur, myndi þola það í smá stund.  Í stuttu máli sagt þá horfðum við bara á eina bíómynd eftir þetta undir 2 sængum og fórum svo bara að sofa þessa kuldamartröð af okkur.

Morguninn eftir þegar ég loksins lagði í að fara undan sængunum mínum og í öll fötin sem ég hafði tekið með mér þá sé ég frammi að hitastigið inni í bústaðnum er komið niður í 10° svo ég dríf mig í skóna og ákveð að renna aðeins yfir þetta aftur.  
Fer út í skúr og horfi á teikningarnar og sé enn að bæði rauðu handföngin snúa upp og er að baksa þarna þegar vinkonan kemur út til mín og ákveður að kíkja á þetta með mér.   
Ég hef aldrei þóst gáfuð kona og sá það enn einu sinni að gáfur mínar eru takmarkaðar því hún bendir strax á að jú þó það sé á spjaldinu að bæði handföngin eigi að standa upp þá séu líka myndirnar af rörunum báðar langsum, en annað rörið er þversum ..... ég set annað handfangið niður og haldið þið ekki bara að það hafi verið orðið þolanlegur hiti í bústaðnum hálftíma síðar Blush hafði kallað þetta kuldakast yfir okkur sjálf.

Jæja við förum og fáum okkur bara morgunmat, höldum aðeins áfram að föndra og búum okkur svo til hádegismat og setjum yfir einni mynd meðan við borðum og slöppum af eftir matinn, ákveðum svo að skella okkur í pottinn og njóta þess í topp að vera í bústað.
Ég fer og moka okkur leið frá húsi að potti og svo hendum við okkur í sturtu og út í pott og ohhh hvað hann var í fullkomlega réttu hitastigi og við sitjum þar og spjöllum eins og okkur einum er lagið alveg í að verða klukkutíma, skellum okkur svo í sturtur og höldum enn áfram að jólakortaföndrast.
Um sex fer ég að gera allt tilbúið fyrir kvöldmatinn og set kjúklinginn inn í ofninn rétt rúmlega sex og við leggjumst í sófann og ætlum að horfa á eina mynd enn (enda fátt yndislegra en rómantískar myndir í bústaðnum) og stuttu seinna er eins og það sé settur dimmer á ljósin í stofunni og eldhúsinu, við lítum á hvor aðra og sjáum stór spurningamerki framan í hvor annarri og nokkrum mínútum síðar sáum við ekkert.   Rafmagnið farið af sveitinni.

Við kveikjum á þeim kertum sem þarna eru og leggjum á ráðin, hringum í bilanavaktina og þar er bara símsvari (sem by the way enginn er farinn að hringja í mig þrátt fyrir skilaboð) og við reynum að fá fjölskylduna til að finna eitthvað á textavarpinu eða mbl.is hvort viðgerð stæði yfir því við erum svoddan kettlingar að við gátum eiginlega ekki hugsað okkur að vera þarna í kolniðamyrkri.
Engar upplýsingar var að fá og við fórum að sjá í næstu bústöðum fólk snúa bílunum sínum þannig að háu ljósin náðu inn og svo hurfu bílarnir hver af öðrum svo við ákváðum að gera slíkt hið sama.
Þrif hafa aldrei verið svona léleg áður hjá okkur á bústað (og vona ég að næstu gestir muni fyrirgefa mér) og við pökkuðum okkur saman á methraða og þegar við vorum búnar að pakka í bílinn þá kom blindbylur svo við bara vorum þakklátar fyrir að vera lagðar af stað heim.

Niðurstaðan var að við stoppuðum í 24 tíma í bústaðnum, fyrstu 17 tímana án hita, síðasta klukkutímann án rafmagns svo þetta voru 6 tímar af sælu Tounge

Takk Jóna mín fyrir góða "helgi"  sé þig í lærinu í kvöld, þ.e.  ef rafmagnið fer ekki af fleiri stöðum í rvk vegna náværu okkar eins og í gærkvöldi Grin


jólaundirbúningurinn hafinn ...

Jæja þá er mín búin að föndra fyrstu 3 jólakortin á námskeiði og búin að kaupa í næstu 20 kort, nú er bara spurningin hvort ég klári þau fyrir 22 des svo ég geti sent þau út.  Hefur áður komið fyrir að hlaupið hafi verið út í búð 20des og keyptur bunki af kortum ... skipulagða ég Tounge

Annað jákvætt við daginn er að ég fór til hennar Sigrúnar, nýju bestu vinkonu minnar eða á maður ekki að kalla nuddarann besta vin sinn LoL  allt annað að kíkja af og til og láta pína sig smá og fá að borga fyrir.

En veit að morgundagurinn verður góður þar sem það er síðasti vinnudagurinn þessa vikuna

Njótið helgarinnar, næ ekki inn á morgun


hmm hvað skal nú talið upp ...

Jæja vinnuvikan hálfnuð og ég skal ná að setja inn jákvæðni upp á hvern dag.

Fékk að vita að vandræðagemsarnir í blokkinni eiga að vera flutt út núna 1.des sem gleður mig óheyranlega þar sem þessari fjölskyldu hefur fylgt mikið af veseni, uppspengdum lásum ef hurðarnar eru ekki bara teknar úr lás, drykkju niðri í sameign og oft virðast þeir ekki hafa nennt að hlaupa upp til að komast á salernið og svo bara almennt hávaði, slagsmál og læti.

Fór líka til múttu í alvöru gamaldags fæði þar sem hún bauð upp á saltkjöt, kartöflumús og soðnar rófur með ..... mmm veit að þetta er ekki holt fæði, en fínt af og til.

Jæja ætla að láta þetta duga í dag þar sem ég ætla að eiga bara voðalega rólegt kvöld því morgundagurinn verður busy busy busy


Mútur, fiskabúr og málverkaleit

Ætla að halda út alla vikuna að benda á eitthvað jákvætt sem er að gerast hjá mér og núna þegar ég var að skríða heim þá fór ég að spá hvað ég gæti talið upp fyrir daginn í dag.

Fékk lánadrottinn í heimsókn og hann kom með After Eight handa mér svona bara að minna á sig.
Skrapp að heimsækja vin sem hafði fyrir nokkru pantað handa mér fiskabúr í sjónvarpið mitt.
Fékk svo reyndar að vita að stóra málverkið sem ég var að spá í að kaupa væri selt og á eftir að ákveða hvort það sé jákvætt eða neikvætt .... leitt að þetta var farið, en fæ þó að leita að öðru í staðin og finnst það ekkert leiðinlegt verkefni Grin

Gerðist ekki eitthvað jákvætt hjá þér í dag?


þegar ég verð gömul ... eldri ...jú gömul

Þegar ég verð gömul ætla ég að halda áfram að láta drauma mína og óskir rætast en það ná því ekki allir í þjóðfélaginu eins og það er í dag.  Eins ætla ég að geta þetta þó ég verði fyrir slysi eða alvarlegum veikindum ... 

Kíkið á þetta bráða mál sem Ásdís kom af stað  http://www.petitiononline.com/lidsauki/

Það kemur fyrir að svona samstaða geri gang og reynum að láta þetta ganga.

 


meiri jákvæðni

Jæja þrátt fyrir þetta skelfilega veður sem okkur er boðið uppá hérna í höfuðborginni í augnablikinu þá er stefnan tekin á flakk eftir vinnu því Benna mamma er að bjóða mér í mat í kvöld þar sem þau eru ein heima og hún ætlar að búa til uppáhaldskjúklingaréttinn minn með þurrkuðu ávöxtunum og á meðan hún stendur sveitt inni í eldhúsi ætla ég að leika mér við litla kútinn (vona reyndar að hann fari að fá nafn áður en þetta festist í kollinum á mér) og svo ætlum við að liggja bara undir teppi að horfa á gamla Friends þætti og spjalla eins og okkur var einum lagið á árum áður.

Getur maður beðið um betra kvöld í "óveðrinu"  ....... GrinGrinToungeGrinGrin

 


gamalkunnur sunnudagsmorgun

ákvað þegar kirkjuklukkurnar vöktu mig í morgun að eiga bara kósý sunnudagsmorgun fyrir framan tölvuskjáinn, skoða nýjustu færslur bloggvina þar sem ég hef ekki gefið mér tíma í það í marga marga daga og setja spænska sjarmörinn minn á fóninn.

Eftir að hafa lesið yfir hluta færslnanna þá finnst mér einhvernvegin allt volæðið í mér upp á síðkastið bara ekki eiga skilið að brjótast um í kollinum á mér.
Ég má þakka mínu sæla fyrir það sem ég á og hef ...

  • ÉG á yndislega mömmu sem alltaf er treystandi á.
  • ÉG á 2 frábæra hálfbræður, annar þeirra á svo duglega konu og báðir frábærann hóp barna sem ég þekki öll vel þrátt fyrir dreifðan aldurshóp. 
  • ÉG á 1 yndislega stjúpu sem bjargar oft deginum með að koma inn á msn og segja bara hæ besta og nennir svo oft að koma og vera með "gömlunni" mér.
  • ÉG á nokkra þá bestu vini sem fyrir finnast og óheyrilega mikið af kunningjum heyrist mér stundum á þeim þegar farið er í fjölmenni.
  • ÉG er í vinnu sem mér þykir skemmtileg en jafnframt krefjandi, þar sem vinnur ótrúlega vel samstilltur hópur fólks sem á það mest allur sameiginlegt að vera hörkuduglegur og hafa húmorinn í lagi og eiga frábæra maka sem smella vel inn í hópinn líka.
  • ÉG mun einhvern tíman eignast íbúðina sem ég bý í þrátt fyrir að hafa fyrir 19 mán skilið og staðið með bara skuldir á bakinu eftir hjónabandið.  
  • ÉG get hreyft mig og tjáð mig þegar ég það vil.

yfir hverju er ég að kvarta .....


tilhugalífsleysið

Ég veit að ég er búin að vera löt að koma mér í vandræði með því að fara á stefnumót en verð held ég að segja að þetta sé hámark þess sem ég býð sjálfri mér uppá sem single kona, það er föstudagur og ég ætla að eyða kvöldinu í að þrífa og verðlauna mig svo með einni spólu í tækið ......   er þetta ekki að verða fullgróft Blush

Kringlan, afmælisveisla, matarboð og stjörnuhrap

Jæja nú erum við stjúpan aldeilis búnar að eiga yndislegan dag.

Byrjuðum á að sofa út, rukum svo út eftir sturtu í Kringluna að versla afmælisgjafir og hitta hinn mánaðargamla "frænda" og reyndum eftir fremsta megni að stela honum en mamman birtist alltaf aftur og aftur (synd og skömm) svo við gáfumst upp og kvöddum og skelltum okkur í afmælisveislu.

Tveir litlir vinir okkar eiga afmæli og mömmur þeirra svo gáfaðar að halda bara eina veislu og þar var aldeilis fullt hús af góðum vinum af hinum ýmsu aldursskeiðum.   Eitthvað af háværum yngri krökkum og svo eitthvað af unglingum og svo foreldrar og afar og ömmur.
Merkilegt hvað maður verður sáttur (og þó ekki) að vera barnlaus þegar maður fer í svona veislur því hávaðinn í þessum skrímslum er ótrúlegur.  Þær segja mér mömmurnar að þetta venjist en ég veit ekki hvort ég trúi því.

Eftir að afmælinu lauk þá skruppum við til múttu minnar í mat og sátum þar svo með brósa mínum og syni hans og horfðum á eina góða gamanmynd og svo gaf mútta okkur í kveðjugjöf miða á Gosa í vikunni svo núna er stefnan sett á leikhús Grin

Að öllu þessu loknu fórum við niður á Sundabakka, eða planið þar sem Viðeyjarferjan er og stóðum þar í kuldanum að skoða Friðarsúluna og fannst okkur hún bara merkilega flott. 
Flottast var þó þegar skýin fóru um hana og hún náði að lýsa þau upp.   Rétt áður en við fórum sá daman stjörnuhrap og var snögg að setja fram ósk sem ég vona að rætist henni, hver sem óskin er

En núna er komin tími á að fara að slaka á með henni því það styttist í að ég skili henni heim aftur.
Njótið morgundagsins ....


stjúpmömmuhelgi

Jæja þá er komið að langþráðri helgi, prinsessan stóra kemur á eftir og verður hjá mér fram á sunnudag.

Við ætlum sko að taka okkur góða mynd í kvöld og kúra saman upp í sófa yfir sjónvarpinu með sængurnar okkar og svo ef ég þekki okkur rétt þá kjöftum við mig í svefn í framhaldinu af því Sleeping

Á morgun er það afmælisveisla hjá litlum vini okkar og svo í mat hjá ömmunni með brósa mínum og syni hans svo reyndar fer hún snemma á sunnudag í afmæli hjá sinni fjölskyldu svo þetta er bara nett helgi.  
Ótrúlegt hvað hún nennir enn að koma og hitta mig enda verð ég alltaf stjúpmamma nr 1 Joyful

Vona að þið eigið öll góða helgi, við stjúpan ætlum sko að eiga það ....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband